22.12.2008 | 01:39
Fær, ófær og Lokað skiftir ekki máli ef menn skilja ekki merkinguna
Það virðist sem fólk átti sig ekki á merkingu þessara orða fær, ófær og lokað þegar er verið að auglýsa og aðvara vegfarendur um ástand vega. Fólk sem hunsar svona viðvaranir og lendir svo í hremmingum á skilyrðislaust að bera allan kostnað sem af þessu hlýst. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fjársveltar Björgunarsveitir beri þann kostnað. Eins ætti að vera hægt að sekta menn ef þeir fara ekki eftir merkingum, rétt eins og menn eru sektaðir ef þeir aka á móti umferð í einstefnugötum.
Hellisheiði orðin fær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er eitthvað sem lagast aldrei. Gleymi ekki hjónunum með börnin sem fundust fyrir tilviljun upp á Mývatnsöræfum því þau höfðu ekki einu sinni rænu á að láta vita hvert þau voru að fara. Þeirra viðbrögð við björguninni var að kvarta yfir lélegri þjónustu þegar komið var með þau til byggða.
Víðir Benediktsson, 22.12.2008 kl. 17:04
Akkúrat, þetta er hugsunarhátturinn og þetta lið kann ekki að skammast sín.
Ólafur Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 23:06
Gleðileg jól gamli þverhaus. Sjáumst kátir.
Víðir Benediktsson, 24.12.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.