Þarf að ræða þetta eitthvað frekar?

MAN-UTD - CHELSEA 3-0 Við erum laaaaaaaang bestirLoL Chelsea sáu aldrei til sólar í dag, þetta heitir á góðu óþróttamáli að DRULLA yfir andstæðinginn sem átti ekki séns í okkur.LoL LoL
mbl.is Stórsigur Man. Utd á Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðrik J. Arngrímsson verðugt rannsóknarefni

Í hvert sinn sem þessi maður opnar á sér þverrifuna fæ ég alltaf einkenni salmonuellusýkingar,þ.e. ælan upp í kok og niðurgangur. Maðurinn er veruleikafyrrtur, veit hann ekki að ríkið á bankana og bankarnir eiga öll veð í kvótanum sem er veðsettur rúmlega í botn. Afskrifum ekki skuldir þessara manna og sjáum hvað verður úr þeim ef þeir verða að sjá um sig sjálfir án aðstoðar ríkisins. Það er spurning hvað þeir geta gengið langt í því að koma meiri kostnaði yfir á áhafnir sínar, sem eru núna allverulegar. Ég hefði haldið að heili sumra væri verðugt rannsóknarefni, hugarfar og hegðun hans sýnir að við eigum langt í land á þeim vettvangi. Angry
mbl.is Aldrei aftur í faðm ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær, ófær og Lokað skiftir ekki máli ef menn skilja ekki merkinguna

Það virðist sem fólk átti sig ekki á merkingu þessara orða fær, ófær og lokað þegar er verið að auglýsa og aðvara vegfarendur um ástand vega. Fólk sem hunsar svona viðvaranir og lendir svo í hremmingum á skilyrðislaust að bera allan kostnað sem af þessu hlýst. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fjársveltar Björgunarsveitir beri þann kostnað. Eins ætti að vera hægt að sekta menn ef þeir fara ekki eftir merkingum, rétt eins og menn eru sektaðir ef þeir aka á móti umferð í einstefnugötum.
mbl.is Hellisheiði orðin fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ísland orðið spilltasta land veraldar?

Það held ég bara. Ef maður sér einhvern stjórnmálamann, fjölmiðlamann,fyrrverandi bankamann og jafnvel núverandi þá tekur maður eftir því að jafnvel í sólskini fylgir þeim enginn skuggi. Það er vegna þess að skugginn skammast sín svo mikið að hann fylgir ekki eigandanum. Andskoti óttast ég mikið að allt fari í háaloft eftir áramót og mótmælin verði jafnvel blóðug ef ekki verður tekið af alvöru á þessu spillingarliði sem opinberlega stækkar á hverjum degi. Það læðist að manni sá grunur að öll ríkisstjórnin sé meira og minna tengd spillingunni og einnig velflestir þingmenn ásamt flestum sem áttu að stjórna fjármálum landsins, jafnvel forseti landsins ef marka má fréttir og bloggfærslur dagsins.

Fangar rétthærri en sjúk gamalmenni

Ekki hlakka ég til elliáranna ef svo fer fram sem horfir. Það er kvíðvænlegur andskoti ef heilsan verður ekki góð þegar maður eldist og þarf á einhverskonar stofnun að halda, og vera settur í einhverskonar hjarðfjós vegna þess að það er talið of dýrt að hafa gamalt fólk á einmenningsstofum og þjónusta það . Á sama tíma er krafa um að fangar fái einbýlissvítur en þurfi ekki að deila herbergi með öðrum föngum. Ekki líst mér vel á þessa stefnu yfirvalda. Hvað með ykkur hvernig líst ykkur á.
mbl.is Kjölur varar við lokun Sels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins. Hefjum veiðar strax í vor

Það eru góð tíðindi að loksins sé búið að opna á sölu hvalkjöts til Japans. Vona að stjórnvöld gefi út stóraukinn kvóta strax næsta sumar 300-400 hrefnur væri ásættanlegt , einnig þarf að gefa út töluverðan kvóta á stórhval. Ekki veitir af nú á þessum krepputímum að fara að nýta auðlindir okkar, og ekki hef ég af því áhyggjur að það komi til með að skaða orðspor okkar íslendinga meira en komið er.

Landinn nánast settur í farbann.

Það hlaut að koma að því að Dabbi kóngur setti okkur nánast í farbann, því hver á að borga fyrir sukkið ef við almenningur sem engann þátt eigum í þessu ófremdarástandi viljum koma okkur burt af skerinu og byrja nýtt líf annarsstaðar. Kannski er þessi viðskiptavinur einn af sukkurunum sem er að flýja land til þess að fyrra sig ábyrgð? spyr sá sem ekki veit.
mbl.is Fékk ekki gjaldeyri til flutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krepputilboð,hús til sölu á 600 svæðinu

Mjög gott einbýlishús tæplega 160 fm. á tveimur hæðum uppgert frá A-Ö og allt í toppstandi.

það getur verið laust um áramót. Seljandi vill fá það greitt á 24 mánuðum þ.e.a.s.

             fyrsta afb.  10.  Jan 2009            2.00.- kr

                     2.afb  10.  feb 2009            4.00.- kr

                     3.afb  10.  mar  2009         8.00.- kr

                     4.afb  10.  apr   2009        16.00.- kr

                     5.afb  10. mai   2009        32.00.- kr

                     6.afb 10.  júní   2009       64.00.- kr

sem sagt greiðslubyrði fyrstu 6 mánuði krónur 116.00.-

                     7.afb  10. júlí  2009          128.00.-kr  osfv. síðasta greiðsla færi svo fram 10.des 2010


Hverjum skal trúa? Bjöggi segir ekki ég,Dabbi segir ekki ég,Allir segja ekki ég....

Horfði á Kastljós í kvöld þar sem Sigmar fékk Björgólf í viðtal, og mér fannst Bjöggi virka frekar sannfærandi. En það er nokkuð sama hver kemur í viðtal og hvar, flestir mjög sannfærandi og bera litla sem enga ábyrgð. Að mínu viti, sem er afar takmarkað tel ég að Seðlabankinn og ríkisstjórnin beri alla ábyrgð á hvernig komið er fyrir þjóðarskútunni, stjórnin átti að vera búin að gera ráðstafanir til að hægja á starfsemi Útrásarmanna fyrir löngu því hún hefur verið vöruð margoft við, en hundsað allar viðvaranir og sagt allt vera í stakasta lagi. Og það læðist að manni sá grunur að Dabbi seðla hafi viljað bíða átekta til að ná sér niðri á ákveðnum aðilum, sem aftur segir mér hvernig D.O. er í mínum huga, og jafnvel flestra Íslendinga.

Það fyrirbæri er að fárra skapi

finnast um það dæmi forn og ný.

Að hálfu leyti maður, hálfur api

og hugarfar og hegðun eftir því.

 Ef svo ótrúlega vildi nú til að þetta lið sem hefur setið við völd áttaði sig á því hvað orðið ábyrgðartilfinning táknar, að ég tali nú ekki um sómatilfinningu eða réttlætiskennd, þá myndi það segja af sér strax. En sennilega er best að þetta fólk moki flórinn sjálft og hreinsi aðeins upp eftir sig skítinn sem er orðinn allverulegur, því hver fengist til að taka við margstrandaðri og illa laskaðri skútu.

Ég er andskoti hræddur um að það verði ekki auðvelt fyrir nýjan skipstjóra sem tæki við liðónýtu skipi að  manna það svo vel væri. Til sjós er lögmálið Gott skip góð áhöfn,Lélegt skip léleg áhöfn.
 Sama lögmál gildir einnig til lands. Ég held að besta lausnin sé að  það verði kosningar í vor, og nýrri skútu með nýrri áhöfn hleypt af stokkunum.


Enn er logið að okkur

Angry Skilyrði til að geta fengið lán frá IMF að hækka stýrivexti í 18% er ekki rétt. Ríkisstjórnin hissa á hækkuninni, sem var þó hennar ákvörðun. Hvað segir þetta okkur um ríkisstjórn vora????? Að mínu mati er hún algerlega úr takti við raunveruleikann og ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér, ekki seinna en strax. Það er ekki möguleiki að ætla að ljúga sig í gegnum þessa erfiðleika.:(  :(

Næsta síða »

Höfundur

Ólafur Gunnarsson
Ólafur Gunnarsson
Held að best muni vera að sleppa því að lýsa höfundi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband